Privacy Policy

PERSÓNUVERNDARSTEFNA – CPLS

I. Almennt

Með lögum 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eru gerðar enn ríkari kröfur en áður giltu um meðferð persónuupplýsinga. CPLS ehf. (hér eftir „CPLS“) leggur mikla áherslu á að tryggja og vernda persónuupplýsingar viðskiptavina í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd.

Í persónuverndarstefnu CPLS er kveðið á um hvernig persónuupplýsingar eru unnar og varðveittar, í hvaða tilgangi og hvernig þeim sé miðlað og öryggis þeirra gætt.

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að bera kennsl á hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða fleiri þætti sem einkenna hann.

 Persónuverndarstefnan tekur aðeins til einstaklinga, ekki lögaðila. Sé einstaklingur í forsvari fyrir viðskiptavin sem er lögaðili, gilda ákvæði persónuverndarstefnunnar um vinnslu persónuupplýsinga þess einstaklings.

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga fylgir viðvarandi ábyrgð. CPLS mun gæta þess að persónuverndarstefnan verði ávallt í samræmi við gildandi kröfur þar um.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi persónuverndarstefnu þessa eða meðferð persónuupplýsinga hjá CPLS er velkomið að hafa samband með tölvupósti á netfangið cpls@cpls.is.

II. Persónuupplýsingar sem CPLS safnar og varðveitir

CPLS safnar og varðveitir persónuupplýsingar um einstaklinga sem eru viðskiptavinir, beint eða óbeint og aðeins að því marki sem nauðsynlegt er til þess að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin. Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga er forsenda þess að CPLS geti sinnt hagsmunagæslu fyrir viðskiptavini sína.

CPLS safnar ýmsum tegundum persónuupplýsinga um viðskiptavini sína og tengiliði þeirra í þeim tilvikum þar sem um lögaðila er að ræða. Vinnsla persónuupplýsinga getur t.a.m. varðað: nöfn, kennitölur, netföng, símanúmer, heimilisföng, reikningsupplýsingar, ljósmyndir, hljóð- og/eða myndbandsupptökur, viðkvæmar persónuupplýsingar, t.d. upplýsingar um kynþátt, heilsufarsupplýsingar, erfðafræðilegar upplýsingar og stéttarfélagsaðild, sé öflun og vinnsla slíkra upplýsinga talin nauðsynleg vegna málanna sem CPLS vinnur fyrir hönd viðskiptavina sinna.

CPLS safnar og varðveitir persónuupplýsingar að því marki sem er talið nauðsynlegt í hverju máli sem CPLS rekur fyrir hönd viðskiptavina sinna.

III. Aðgengi CPLS að persónuupplýsingum

Persónuupplýsingar sem  CPLS vinnur með koma að mestu leyti beint frá viðskiptavinum eða tengiliðum þeirra. Upplýsingar kunna þó í einhverjum tilvikum að koma frá þriðja aðila, t.d. Þjóðskrá, stjórnvöldum, dómstólum, Creditinfo, þjónustuveitendum viðskiptavinar, gagnaðilum eða öðrum lögmönnum. Loks kann að vera að persónuupplýsingum sé safnað af netinu séu þær aðgengilegar þar, s.s. af heimasíðum, samfélagsmiðlum og gagnabönkum. Sé persónuupplýsinga aflað frá þriðja aðila mun félagið leitast við að upplýsa viðskiptavini sína um slíkt.

Upplýsingar kunna þó í einhverjum tilvikum að koma frá þriðja aðila, t.d. þjóðskrá, stjórnvöldum, dómstólum, Creditinfo, þjónustuveitendum viðskiptavinar, gagnaðilum eða öðrum lögmönnum. Loks kann að vera að persónuupplýsingum sé safnað af netinu séu þær aðgengilegar þar, s.s. af heimasíðum, samfélagsmiðlum og gagnabönkum. Sé persónuupplýsinga aflað frá þriðja aðila mun félagið leitast við að upplýsa viðskiptavini sína um slíkt.

IV. Tilgangur persónuupplýsingaöflunar CPLS

CPLS notar persónuupplýsingar til að veita þjónustu til viðskiptavina, meðal annars á grundvelli samninga við viðskiptavini, fyrirmæla í lögum og reglum, upplýsts samþykkis viðskiptavina eða lögmætra hagsmuna lögmannsstofunnar.

Dæmi um slíka vinnu:

  • Til að auðkenna og hafa samband við viðskiptavini. Vinnsla þessi er nauðsynlegur þáttur í að CPLS geti efnt samning um þjónustu til viðskiptavina.
  • Skráning á samskiptaupplýsingum, t.a.m. í bókhaldskerfi CPLS.
  • Fyrirbygging hagsmunaárekstra, enda ber CPLS lagaskylda til þess að rækja störf sín af alúð í hvívetna og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna skjólstæðinga sinna.
  • Móttaka greiðslna viðskiptavina.
  • Öflun upplýsinga sem háðar eru upplýstu samþykki viðskiptavina, svo sem skattaupplýsingar frá ríkisskattstjóra.
  • Greining á málsatvikum/málsgögnum sem varða réttindi og skyldur viðskiptavina í tengslum við hagsmunagæslu í þeirra þágu.
V. Varðveisla persónuupplýsinga

CPLS varðveitir persónuupplýsingar á öruggan hátt og í samræmi við gildandi lög og reglur. Persónuupplýsingar eru ekki geymdar lengur en nauðsyn ber til og aðeins í samræmi við þann tilgang sem býr að baki söfnun persónuupplýsinganna.

Umfang, tegund og eðli upplýsinganna er á meðal þeirra þátta sem litið er til þegar metin er nauðsyn á varðveislu þeirra gagna sem um ræðir sem og áhættan af því að óviðkomandi fái aðgang að þeim.

Bókhaldsgögn í tengslum við þjónustu CPLS til viðskiptavina eru varðveitt í samræmi við lög um bókhald nr. 145/1994.

VI. Miðlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar viðskiptavina er ekki miðlað áfram til þriðja aðila nema fyrir því liggi ótvírætt samþykki eða í þeim tilgangi að uppfylla skyldur samkvæmt samningi. Þó kann CPLS að miðla persónuupplýsingum til þjónustuveitenda vegna upplýsingaþjónustu fyrir tölvukerfi félagsins eða vegna annarrar þjónustu sem nauðsynleg er fyrir rekstur CPLS. Slíkir þjónustuaðilar eru bundnir trúnaði.

CPLS kann að vera skylt að afhenda löggæsluyfirvöldum og öðrum bærum þriðju aðilum persónuupplýsingar um viðskiptavini þ.m.t. vegna úrskurða dómstóla og stjórnvalda eða samkvæmt lögum.

CPLS skuldbindur alla þriðju aðila sem stofan kann að miðla persónuupplýsingum til í samræmi við persónuverndarstefnu CPLS til þess að tryggja öryggi upplýsinganna.

CPLS miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðju aðila sem staðsettir eru utan EES-svæðisins nema að hafa til þess heimild á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.

VII.    Réttindi skráðra einstaklinga

Viðskiptavinir eiga rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum um þá sjálfa og upplýsingum um tilgang vinnslunnar, viðtakendum upplýsinganna, réttindum sínum og heimild til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Þeir eiga rétt á að afturkalla samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er. Þeir eiga einnig rétt á að óska eftir að láta leiðrétta, eyða eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga um sig eða andmæla slíkri vinnslu. Við ákveðnar aðstæður getur einstaklingur auk þess óskað eftir því að vinnsla persónuupplýsinga hans verði takmörkuð.

Framangreind réttindi geta þó sætt takmörkunum á grundvelli gildandi laga og reglna. Rísi ágreiningur um meðferð persónuupplýsinga er unnt að senda kvörtun til Persónuverndar með því að senda tölvupóst á netfangið postur@personuvernd.is.

VIII.         Breytingar á persónuverndarstefnu

CPLS áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu sinni eftir því sem þurfa þykir, m.a. í samræmi við breytingar á löggjöf eða vegna breytinga á meðferð persónuupplýsinga hjá lögmannsstofunni. CPLS mun vekja athygli viðskiptavina á því ef efnislegar breytingar verða á persónuverndarstefnu þessari.

Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnunnar er aðgengileg á heimasíðu CPLS hverju sinni.

Persónuverndarstefna þessi var sett þann 1. janúar 2022 og var síðast uppfærð þann sama dag.