Þjónustusvið

HELSTU SVIÐ LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTU

Leiðandi sérfræðingar í útlendingalöggjöf

CPLS hefur leiðandi sérfræðiþekkingu á sviði útlendingaréttar á Íslandi. Við höfum starfað farsællega á þessu sérsviði lögfræðinnar í yfir áratug. Við gætum hagsmuna bæði einstaklinga og rekstraraðila.

Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði flóttamanna- og útlendingaréttar, þar á meðal aðstoðum við fólk við umsóknir um alþjóðlega vernd, dvalar- og atvinnuleyfi, ríkisborgararétt og mat á hæfi til lengri eða skemmri dvalar á Íslandi.

Einnig aðstoðum við einstaklinga við umsóknir til viðeigandi ríkisstofnana um viðurkenningu á erlendri menntun.

Mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa reitt sig á sérfræðiþekkingu okkar til að tryggja dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi fyrir eftirsótta sérfræðinga alls staðar að úr heiminum.

Við aðstoðum einnig erlent námsfólk við að tryggja sér leyfi til náms á Íslandi sem og atvinnuleyfi fyrir námsfólk.

Gestir

Ætlarðu að heimsækja Ísland?

Að koma til Íslands sem gestur er mögulegt á tvennan hátt, annars vegar með undanþágu frá vegabréfsáritun og hins vegar með Schengen-vegabréfsáritun. Báðir kostirnir bjóða upp á tímabundna skammtímadvöl á Íslandi að hámarki 90 dagar á 180 daga tímabili. Hvorugur kosturinn veitir gestum rétt á að taka að sér vinnu eða leita sér læknismeðferðar.

Auk skammtíma vegabréfsáritunar býður Ísland upp á langtíma vegabréfsáritun í hámark 180 daga vegna sérstakra ástæðna eða fyrir fjarstarfsmenn og fjölskyldur þeirra.

Svona getum við hjálpað þér

  • CPLS aðstoðar við umsókn vegabréfsáritunar fyrir bæði venjubundnar heimsóknir og í flóknari málum.
  • Við veitum ráðgjöf og erum fulltrúar skjólstæðinga vegna umsókna um langtíma vegabréfsáritun.
  • Við veitum ráðgjöf og erum fulltrúar skjólstæðinga vegna umsókna um vegabréfsáritun hjá íslenskum ræðisskrifstofum og sendiráðum utan Íslands.
  • Við getum aðstoðað í málum sem varða fyrri synjun og fyrri brot á útlendingalögum.
  • Við veitum ráðgjöf og erum fulltrúar skjólstæðinga vegna breytinga á innflytjandastöðu eða framlengingu á fyrri umsókn.

Námsmenn

Ætlarðu að læra á Íslandi?

Ísland hefur vaxið mjög sem áfangastaður fyrir útlendinga sem vilja stunda nám á Íslandi. Viðeigandi dvalarflokkur er dvalarleyfi námsmanna, sem eitt og sér er ekki grundvöllur varanlegrar búsetu á Íslandi. Meðan á námi stendur hér á landi er nemendum heimilt að ráða sig í 40% starfshlutfall. Að loknu námi gætu nemendur fengið rétt til að sækja um stöðubreytingu til að fá dvalar- og atvinnuleyfi sem sérhæft fagfólk.

Einstaklingar sem vilja stunda nám á haustönn þurfa að sækja um til Útlendingastofnunar (UTL) fyrir 1. júní ár hvert og fyrir nám á vorönn þarf að sækja um fyrir 1. nóvember ár hvert.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við aðstoðum við að finna viðeigandi dvalarflokk fyrir þína námsstöðu.
  • Við veitum ráðgjöf varðandi kröfur um framfærslu, framlengingu og breytingar á stöðu.
  • Við veitum ráðgjöf um hugsanleg réttindi til fjölskyldusameiningar.
  • Við sjáum um að koma á samskiptum við viðkomandi menntastofnanir.

Atvinna

Ætlarðu að vinna á Íslandi?

Við höfum aðstoðað ótal einstaklinga, íslensk fyrirtæki og stofnanir við að tryggja atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi fyrir eftirsótta sérfræðinga alls staðar að úr heiminum.

Ýmsir tímabundnir innflytjendaflokkar gera erlendum ríkisborgurum kleift að stunda atvinnu á Íslandi. Algengustu flokkarnir varða skort á vinnuafli og sérhæfðu fagfólki.

Báðir flokkarnir eru grundvöllur varanlegrar búsetu á Íslandi en aðeins sá síðarnefndi heimilar fjölskyldusameiningu.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við leggjum mat á og ráðleggjum umsækjendum, einstaklingum og fyrirtækjum um viðeigandi ráðningar-, dvalar- og atvinnuleyfisvalkosti.
  • Við erum fulltrúar skjólstæðinga okkar í gegnum umsóknarferlið frá upphafi til enda.
  • Við aðstoðum umsækjendur við framfærslu, framlengingu og/breytingu á búsetustöðu.
  • Við veitum aðstoð við umsóknir um viðurkenningu á erlendri menntun og starfsleyfi.

Búferlaflutningar

Ætlarðu að búa á Íslandi?

Ýmsir innflytjendaflokkar gera erlendum ríkisborgurum kleift að flytjast tímabundið til Íslands án kröfu um atvinnutilboð. Búsetuleyfi vegna fjölskyldusameiningar falla undir þann hatt.

Tímabundin búsetuleyfi gilda í 12-24 mánuði í senn.

Eftir 3-4 ára samfellda búsetu á Íslandi gætu íbúar með tímabundið búsetuleyfi átt rétt á varanlegu búsetuleyfi.

Svona getum við hjálpað þér

  • CPLS aðstoðar við mat á því hvaða leiðir henta skjólstæðingum best þegar kemur að tímabundinni eða varanlegri búsetu.
  • Við erum fulltrúar skjólstæðinga okkar í gegnum allt umsóknarferlið.
  • Við gerum snemmtæka íhlutun til að stytta afgreiðslutíma, sem er allt frá sex mánuðum upp í 18 mánuði í flóknari málum.

Ríkisborgararéttur

Erlendur ríkisborgari getur fengið íslenskan ríkisborgararétt á tvo vegu: Með umsókn til Útlendingastofnunar eða beiðni til Alþingis.

Við höfum aðstoðað ótal einstaklinga við að fá íslenskan ríkisborgararétt.

Ólíkt til dæmis því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum fær erlendur borgari ekki íslenskan ríkisborgararétt eingöngu við fæðingu og getur verið vísað úr landi.

Einnig aðstoðum við börn íslenskra ríkisborgara sem fædd eru erlendis og hafa aldrei verið búsett hér á landi við að halda íslenskum ríkisborgararétti.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við gerum snemmtæka íhlutun, metum hæfi og bendum á úrlausnir þegar við á.
  • Við erum fulltrúar skjólstæðinga okkar í gegnum allt umsóknarferlið.
  • Þegar við á erum við fulltrúar einstaklinga sem óska ​​eftir staðfestingu á ríkisborgararétti eða að halda ríkisfangi, þar á meðal þeirra sem fæddir eru af íslenskum foreldrum erlendis og hafa aldrei búið á Íslandi.

Flóttafólk

Ætlarðu að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi?

Claudia er einn af fremstu sérfræðingum Íslands í réttindum flóttafólks og hefur unnið á þessu sviði í yfir áratug.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á ókeypis réttargæslu á fyrsta og öðru stigi umsóknarferlisins. Réttargæsla er veitt af þeim lögmönnum sem skráðir eru hjá Útlendingastofnun.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd geta einnig valið sér réttargæsluaðila á eigin kostnað.

Claudia hefur annast réttargæslu fyrir fjölmarga af þessum umsækjendum með góðum árangri.

CPLS býður völdum umsækjendum einnig réttargæslu án endurgjalds (pro bono) eftir að endanleg synjun liggur fyrir. Í hverju tilviki er metið sérstaklega hvort unnt sé að veita réttargæslu.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við aðstoðum viðskiptavini við hæfismat.
  • Við erum fulltrúar skjólstæðinga á öllum stigum ferlisins á fyrsta stigi hjá Útlendingastofnun (UTL), á öðru stigi fyrir kærunefnd útlendingamála (KNU), og fyrir innlendum dómstólum.
  • Við fylgjum skjólstæðingum í viðtöl hjá innflytjendayfirvöldum.
  • Við leggjum fram bráðabirgðaumsóknir til Mannréttindadómstóls Evrópu til að stöðva brottvísanir.
  • Við athugum eftir endanlega niðurstöðu hvort hægt sé að bjóða frekari þjónustu án endurgjalds.

Ert þú fórnarlamb mannréttindabrota, þar með talið mismununar?

Að standa vörð um mannréttindi er hluti af grunnstarfsemi okkar. Við höfum víðtæka reynslu af því að aðstoða skjólstæðinga, bæði einstaklinga og fyrirtæki, við að rata um þennan mikilvæga hluta löggjafarinnar.

Með sífellt fjölbreyttari íbúahóp stendur Ísland frammi fyrir nýjum áskorunum sem snúa að mismunun á ýmsum sviðum og samfélagshlutum. Við aðstoðum einstaklinga sem hafa orðið fyrir mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, þjóðernis, trúarbragða, fötlunar eða félagslegrar stöðu í starfi sínu eða sem veitandi eða þiggjandi þjónustu.

Svona getum við hjálpað þér

Fyrir einstaklinga

  • Við veitum ráðgjöf og ráðleggjum skjólstæðingum um réttindi þeirra og lagaleg úrræði, þar á meðal í skaðabótamálum.
  • Við kærum til viðkomandi stjórnsýsluaðila, þar á meðal kærunefndar jafnréttismála.
  • Við höfðum mismununarmál fyrir íslenskum dómstólum.
 
Fyrir fyrirtæki
  • Við framkvæmum nauðsynlegar áreiðanleikakannanir og þróum viðeigandi samræmingarkerfi.
  • Við veitum ráðleggingar varðandi galla í regluverki og málaferlaáhættu.
  • Við aðstoðum við hönnun innri og ytri mannréttindastefnu.
  • Við aðstoðum við innleiðingu á meginreglum Global Compact á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal við gerð ársskýrslna um framvindu (CoP).
  • Við aðstoðum við setningu sjálfbærra þróunarmarkmiða og stefnumótun þeim tengdum.
  • Við höldum málstofur um fjölbreytni og inngildingu í viðskiptaheiminum.

Ertu grunuð/aður/að um eða ákærð/ur/t fyrir glæp?

Öll eru jöfn fyrir lögum og saklaus uns sekt er sönnuð.

CPLS veitir fulla lögfræðiaðstoð í sakamálum.

Við nýtum reynslu okkar og þekkingu í hverju máli fyrir sig og beitum okkur af öllum kröftum bæði á rannsóknarstigi og í réttarsal.

Við sækjum rétt fyrir þau sem hafa ranglega verið handtekin eða beitt ólögmætri valdbeitingu af hálfu lögreglunnar, þar með talið rétt til skaðabóta.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við verjum skjólstæðinga sem grunaðir eru um glæpsamlegt athæfi.
  • Við verjum skjólstæðinga okkar í tilfelli handtöku ogyfirheyrslu, við ákærur, við annars konar dómsfyrirtöku og við aðalmeðferð.
  • Við útskýrum sönnunargögn og ákærur og setjum upp trausta varnarstefnu.
  • Við krefjumst bóta ef um ólögmæta handtöku eða valdbeitingu lögreglu er að ræða.

Ertu fórnarlamb glæps?

CPLS tekur að sér réttargæslu fyrir fórnarlömb glæpa. Við gerum kröfur um bætur á rannsóknarstigi og eftir atvikum til ríkissjóðs samkvæmt lögum 69/1995 um bætur til þolenda refsiverðra brota.

  • CPLS gætir hagsmuna þinna á meðan á sakamálinu stendur, fylgist með þróun málsins og upplýsir þig um stöðu þess.
  • Við veitum leiðbeiningar um lagalega stöðu þína og þá valkosti sem þú hefur.
  • Við fylgjum þér í viðtöl hjá lögreglunni.
  • Þegar við á mætum við í réttarsal með þér eða fyrir þína hönd.
  • Við sækjum bótagreiðslur fyrir þína hönd.

Hefur þú verið úrskurðaður/uð/að gjaldþrota eða íhugar gjaldþrot?

CPLS hefur víðtæka þekkingu og reynslu af gjaldþrotarétti.

Claudia hefur margoft verið skipuð skiptastjóri á héraðsdómstigi til að ráðstafa eignum gjaldþrota fyrirtækis, bæði fyrir einfaldan og flóknari rekstur.

CPLS veitir einnig ráðgjöf og aðstoðar gjaldþrota einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa að hefja gjaldþrotaskipti.

CPLS aðstoðar einnig kröfuhafa við að gera kröfur í þrotabú tafarlaust og eftir atvikum einnig kröfur um greiðslu til Ábyrgðasjóðs launa.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við störfum í hlutverki skiptastjóra og gætum hagsmuna þrotabúsins í þágu kröfuhafa þess.
  • Við gerum kröfur í þrotabú innan tilskilins frests.
  • Við gerum kröfur til Ábyrgðasjóðs launa um greiðslur til starfsmanna innan tilskilins frests.

Þekkir þú erfðarétt þinn?

CPLS aðstoðar viðskiptavini við hnökralausa skiptingu eigna samkvæmt íslenskum erfðalögum. Við bjóðum upp á ráðgjafarþjónustu og/eða komum fram fyrir hönd erfingja til að tryggja að skipting dánarbús sé meðhöndluð á viðeigandi hátt og samkvæmt gildandi lögum.

Svona getum við hjálpað þér

  • CPLS aðstoðar skjólstæðinga við eignavernd.
  • Við aðstoðum skjólstæðinga við gerð erfðaskráa.
  • CPLS aðstoðar erfingja við útfyllingu nauðsynlegra skjala.
  • Við aðstoðum skjólstæðinga í erfðamálum við að skila gögnum innan tilskilins frests.
  • Við aðstoðum skjólstæðinga við fyrirgrennslan um réttindi og leggjum fram skjöl hjá viðeigandi stofnunum, svo sem lífeyrissjóðum, tryggingafélögum, stéttarfélögum o.s.frv.
  • Við sjáum um samskipti við opinbera aðila og stofnanir.

Ætlarðu að gifta þig?

Hjá CPLS veitum við einstaklingsmiðaða lögfræðiaðstoð áður en gengið er í hjónaband. Lögfræðingar okkar hafa reynslu af því að aðstoða bæði heimafólk og önnur þau sem velja Ísland sem áfangastað fyrir brúðkaup og/eða framtíðarheimili.

Par sem hyggst ganga í hjónaband og tryggja að hjúskapurinn hafi lagalegt gildi hér á landi þarf að fá hjúskaparleyfi hjá sýslumanni og skrá hjúskapinn hjá Þjóðskrá. Við aðstoðum skjólstæðinga ef vandamál koma upp áður eða á meðan umsóknarferlinu stendur.

Svona getum við hjálpað þér

  • Við veitum skjólstæðingum okkar alhliða lögfræðiráðgjöf um hjúskaparlög á Íslandi, þar á meðal um réttindi þeirra og skyldur.
  • Við aðstoðum við skjalaöflun og skil til sýslumanns.
  • Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við gerð kaupmála.

Ætlarðu að sækja um skilnað?

CPLS veitir upplýsingar og ráðleggingar um réttindi þín við sambúðarslit eða skilnað.

Ef ekki er ágreiningur um skilnaðinn er aðilum heimilt að leggja fram skilnaðarbeiðni til sýslumanns ásamt samningi um fjárskipti og forsjá ef ólögráða börn eiga í hlut. Komi upp ágreiningur þurfa hjónin að leita skilnaðar með dómsúrskurði.

Ef ekki er um brot að ræða, svo sem misnotkun eða framhjáhald, veitir sýslumaður skilnað að borði og sæng í sex mánuði. Ef báðir aðilar eru sammála um að um misnotkun eða framhjáhald hafi verið að ræða í hjónabandi er endanlegur skilnaðarúrskurður kveðinn upp við fyrstu heimsókn hjá sýslumanni, enda liggi önnur nauðsynleg gögn fyrir.

Við höfum víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði lögfræðinnar, þar á meðal þegar mál teygja sig yfir landamæri. Við höfum aðstoðað fjölmarga skjólstæðinga í gegnum þetta flókna og oft viðkvæma ferli.

Svona getum við hjálpað þér

  • CPLS veitir alhliða ráðgjöf til skjólstæðinga sem íhuga skilnað eða hafa hafið skilnaðarmál.
  • Við aðstoðum skjólstæðinga við að útvega nauðsynleg gögn vegna skilnaðarmeðferðar hjá sýslumanni, þar á meðal fjárskiptasamninga og forsjár- og umgengnissamninga.
  • Við aðstoðum skjólstæðinga við lögboðna sáttaumleitan þegar ólögráða börn koma við sögu.
  • Við höfum samskipti við og vinnum með lögfræðistofum og stjórnvöldum í öðrum löndum þegar þess þarf.
  • Við komum fram fyrir hönd skjólstæðinga okkar fyrir dómstólum ef ekki er hægt að ganga frá málinu hjá sýslumanni.

Hefur þú eða fjölskylda þín verið til athugunar hjá Barnavernd?

CPLS aðstoðar foreldra og börn sem sæta barnaverndarráðstöfunum, þar með talið í málum sem tengjast stuðningsúrræðum, þvingunarúrræðum og vistun utan heimilis, hvort sem hún er sjálfviljug eða af nauðung.

Börn sem sæta verndarráðstöfunum barnaverndaryfirvalda eiga rétt á lögfræðiaðstoð sem íslenska ríkið greiðir fyrir.

Við leggjum áherslu á það sem er barninu/börnunum fyrir bestu sem og að tryggja að barnaverndaryfirvöld byggi ákvarðanir sínar á

Svona getum við hjálpað þér

  • Við erum fulltrúar foreldra og/eða barna sem sæta barnaverndarráðstöfunum og veitum ráðgjöf um vernd bæði foreldra og barna.
  • Við höldum þér upplýstum/ri/u á öllum stigum ferlisins.
  • Við höfum samband við barnaverndarfulltrúa/nefndir, félagsráðgjafa og aðra hagsmunaaðila.
  • Við erum fulltrúar þínir í réttarsal

Viltu stofna fyrirtæki á Íslandi?

CPLS hefur sérþekkingu á varanlegum lausnum fyrir smærri fyrirtæki og sprotafyrirtæki. Við aðstoðum skjólstæðinga við að koma viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og veitum lögfræðiaðstoð sem er sérsniðin að þörfum þeirra.

Það getur verið krefjandi að stofna fyrirtæki í nýju landi. Við höfum aðstoðað ótal viðskiptavini frá öllum heimshornum við að koma á fót nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum á Íslandi og ráðlagt þeim um réttindi og skyldur þeim tengdum.

Svona getum við hjálpað þér

  • CPLS ráðleggur skjólstæðingum um viðeigandi rekstrarform fyrir viðskiptahugmynd eða sprotaverkefni.
  • Við aðstoðum við skráningarferlið og sjáum um samskipti við fyrirtækjaskrá.
  • Þar sem þess er krafist aðstoðum við við umsóknir um viðeigandi leyfi.
  • Við veitum lögfræðiráðgjöf og stuðning fyrir fyrirtæki, þar á meðal sjáum við til þess að reglugerðum sé fylgt.
  • Við aðstoðum við yfirferð, uppdrátt og gerð samninga af öllu tagi.

Lögfræðiþjónusta