Claudia hefur sinnt lögmennsku síðan 2013. Hún starfaði sem fulltrúi hjá Réttur- Aðalsteinsson & Partners og var meðeigandi þar í tvö ár, þangað til 2021.
Hún er reyndur lögmaður og einn fremsti sérfræðingur Íslands á sviði borgara- og mannréttinda, útlendingaréttar, og flóttamannaréttar. Einnig hefur hún talsverða þekkingu og starfsreynslu innan fjölskylduréttar, gjaldþrotaskiptaréttar og refsiréttar.
Utan þess að sinna skjólstæðingsmiðaðri lögfræðiráðgjöf er Claudia stundakennari við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Claudia hefur setið eða situr í stjórn ýmissa nefnda og ófjárhagslegra félaga. Árið 2023 var Claudia kosin dómari til 6 ára í landsdóm af Alþingi.
Núverandi
Fyrri reynsla
Verðlaun og viðurkenningar
Albert hefur starfað sem lögfræðingur síðan 2018. Hann starfaði sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum þangað til hann hóf störf hjá CPLS árið 2022. Áður en Albert gerðist lögfræðingur vann hann sem fasteignasali.
Hann er reyndur lögfræðingur á vettvangi hælisleitenda og mannréttinda. Hann hefur einnig talsverða þekkingu og starfsreynslu á sviði stjórnsýsluréttar og fasteignaréttar.
Utan þess að sinna skjólstæðingsmiðaðri lögfræðiráðgjöf er Albert stundakennari við Háskóla Íslands. Albert hefur setið eða situr í stjórn nefnda og ófjárhagslegra félaga.
Edda er útskrifuð frá Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur verið fulltrúi við Claudia & Partners síðan 2023 og starfaði áður í viðlíka hlutverki hjá öðrum lögfræðistofum.
Utan þess að sinna lögfræðistörfum og skjólstæðingsmiðaðri ráðgjöf er Edda virkur þáttakandi í starfi ófjárhagslegra félaga, þar á meðal Orator, félagi laganema við Háskóla Íslands
Þorgeir er útskrifaður frá Lagadeild Háskóla Íslands. Hann hefur starfað hjá Claudia & Partners síðan 2022 og starfaði áður hjá öðrum lögfræðistofum. Áður en hann hóf lögfræðinám starfaði Þorgeir sem rannsóknarblaðamaður hjá einum af stærstu fjölmiðlum landsins, þar sem hann fjallaði um rannsóknir er vörðuðu mannréttindi, innflytjendur og flóttamannarétt. Árið 2017 hlaut hann hin virtu Blaðamannaverðlaun ársins.
Einnig hefur Þorgeir unnið hjá hinu opinbera, þar á meðal á skrifstofu umhverfismála og stefnumótunar sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Utan þess að sinna skjólstæðingsmiðaðri lögfræðiráðgjöf er Þorgeir virkur innan ýmissa nefnda og ófjárhagslegra félaga, og hefur sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir fjölmörg samtök.
Birna er útskrifuð frá Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur verið fulltrúi við Claudia & Partners síðan í janúar 2024 og starfaði áður í viðlíka hlutverki hjá hinu opinbera og mannréttindasamtökum.
Utan þess að sinna lögfræðistörfum og skjólstæðingsmiðaðri ráðgjöf hefur Birna verið virkur þáttakandi í starfi ófjárhagslegra félaga, þar á meðal Rauða krossi Íslands og Íslandsdeild Amnesty International.
Red Cross Iceland. Social support mentor for refugees
Treasurer for Student Association of Hamrahlíð Junior College
Lágmúli 5, 108 Reykjavík (4. hæð)
+354 547 7740
cpls@cpls.is
Opnunartími okkar er frá 9:00 til 17:00 alla virka daga.